ijord.is

 

ijord@ijord.is

Facebook

Námskeiðaröð

Lífrænir grænir fingur

Ekkert jafnast á við ferskt grænmeti og kryddjurtir , ber og ávexti úr eigin garði – eða ánægjuna sem fæst við ræktun og umhirðu garðsins sem mörgum finnst endurnærandi iðja í andstöðu við hraðann í nútíma samfélagi.

Viltu  rækta hollt lífrænt grænmeti fyrir fjölskylduna og stuðla að umhverfisvernd? Kannski ertu ekki viss um hvað skal rækta eða hvar á að byrja?Ertu nú þegar að rækta grænmeti en vilt læra meira um hvernig hægt er að ná betri árangri? Ertu ekki viss um hvernig hægt er að matreiða uppskeruna á fjölbreyttan hátt?

Viltu draga úr neysluhyggju og gefa grænar umhverfisvænar gjafir?

Þá er eitthvert af eftirfarandi námskeiðiðum sem  í jörð býður uppá fyrir þig.

 

Hvað er lífræn ræktun?
Grunnatriði lífrænnar ræktunar.  Netnámskeið
Þetta námskeiði gefur þér þér innsýn í vísindin að baki lífrænni ræktun, hvernig hægt er að rækta grænmeti lífrænt, um lífsferlana í jarðveginum og hvernig hægt er að rækta og bæta jarðveginn með lífrænum aðferðum. Vinna með umhverfinu með aðferðum sem náttúran hefur haft miljónir ára til að þróa, án tilbúins áburðar eða eiturefnanotkun. Stuðla þannig að umhverfisvernd.

Jarðvegurinn Netnámskeið
Mismunandi jarðvegsgerðir. Hvernig hægt er að rækta og bæta jarðveginn með lífrænum aðferðum, vinna með umhverfinu og nýta náttúrulegar aðferðir í ræktun án þess að nota tilbúinn áburð eða úða. Stuðla  þannig  að náttúruvernd og fá heilnæma uppskeru fyrir þig og þína.

Lífræni heimisisgarðurinn

Hvernig hægt er að byggja upp grænmetis garð.

•Sáning, útplöntun og ræktun grænmetis.

•Jarðvegurinn, mismunandi jarðvegsgerðir.


Heimilisgarðurinn

Hesltu grænmetistegundir.

Ræktun og umhirða

•Safnhaugagerð.

ijord@ijord.is