ijord.is

Í jörð er vettvangur til útiveru, lífrænnar matjurtaræktar og úrvinnslu uppskeru. Náttúrufræðsla og leikjanámskeið fyrir börn í anda Josephs Bharat Cornell auk krakkayoga. Hugsað fyrir börn og fullorðna í viðkvæmri stöðu. Netnámskeið fyrir almenning í lífrænni ræktun: grunnur lífrænnar ræktunar. Einnig verkleg námskeið að vori. Á döfunni, eru 3 netnámskeið: grunnur að lífrænni ræktun, jarðvegurinn og mismunandi jarðvegsgerðir. Verkleg námskeið í lífrænni ræktun heimilisgarðsins. Matreiðsla og geymsla uppskeru úr grænmetisgarðinum. Gjafabréf fáanleg í gegnum tölvupóst ijord@ijord.is Þóra Hinriksdóttir heldur utan um námskeiðin.

Facebook

Í Jörð hóf samstarf við Hjálparstofnun Kirkjunnar 2018 um matjurtarækt fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar sem leigir garðpláss í Seljagarði Breiðholti